Sími 441 6500

Lóudeild

Fyrirsagnalisti

Fréttir 9. febrúar - 9.2.2017

Góðan dag 

Stærðfræðivikan í síðustu viku gekk mjög vel. Við vorum að vinna mikið með form, liti, spil og tölustafina. Við unnum í tveimur hópum, yngri og eldri eftir aldri.

Dagur leikskólans var haldinn á mánudaginn. Börnin komu með vasaljós og gengum við upp á Víghól og leituðum að fuglinum okkar, Lóunni á mynd sem verið var búið að koma fyrir í einu trénu. Foreldri á Krummadeild var búinn að kveikja eld í eldstæðinu rétt fyrir ofan leikskólann. Þar sungum við saman nokkur lög.

Í vikunni unnum við í hópavinnu ýmis verkefni. Á morgun er flæði þá fara börnin á milli deilda leikskólans, þau fá að velja sér deild og leika þar í 1 klst. Börnunum finnst það gaman og eru alltaf spennt að fara. Starfsmaður á Lóudeild fer með á hverja deild.

Dögg er komin úr veikindaleyfi og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Bestu kv. Sigga

Vikupóstur 16. sept - 21.9.2016

Kæru foreldrar

Ég vilja byrja á að þakka þeim sem komu á foreldrafundinn síðasta miðvikudag fyrir komuna á fundinn. Fyrir þá sem ekki komust á fundin langar mig að minna á að mikilvægt er að merkja öll föt barnanna. Einnig vil ég minna á að senda mér myndir af fjölskyldu barnanna þar sem fyrirhugað er að vinna skemmtilegt verkefni með börnunum.

Nýr deildarstjóri að nafni Sigga hefur verið ráðin sem deildarstjóri á Lóudeild og hefur hún störf hjá okkur á mánudaginn 19. September.

 Nú fer að kólna í veðri  og því gott að hafa þunna vettlinga með í leikskólann.

Í liðni viku höfum við verið að leira, mála, leika með myndvarpa og margt fleira skemmtilegt. Börnin njóta sín ávallt vel úti og er gaman að drullumalla og leika í rigningunni.

Nokkrar nýjar myndir eru komnar inn á heimasíðuna:

http://kopahvoll.kopavogur.is/myndefni/

 

Takk fyrir góða viku og góða helgi : )

Kær kv Halla Ösp, Dögg, Berglind og Þóra


Fréttir -

Halla Ösp Hallsdóttir deildarstjóri
Aislen Þóra Þórarinsdóttir leiðbeinandi
Berglind Bjarnadóttir leiðbeinandi
Dögg Gunnarsdóttir leiðbeinandi