Sími 441 6500

Fréttir

Foreldraráð leikskólans Kópahvols - 9.10.2017

Ágætis mæting var á fund foreldrafélgsins og kynningu leikskólans á vetrarstarfinu þann 26.september sl.. Kosið var í foreldraráð leikskólans á fundinum, Fríða Þórisdóttir  mamma Heklu á Ugludeild og Lilju á Lóudeild, gaf áfram kosta á sér í ráðið og tveir nýjir fulltrúar komu inn, þær Carmen  Maja, mamma Emilílönnu Yrsu á Spóadeild og Anna María  mamma Ísaks á Ugludeild. Hlutverk ráðsins er sem hér segir:


Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði.…Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.”

 

Áslaug formaður foreldra félagsins fór yfir ársskýrslu félagsins og sagði frá því helsta sem gert var á síðasta skólaári. Hér fylgir slóð á facebook síðu félagsins, þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar frá félaginu.  https://www.facebook.com/groups/889714507790758/

Aðalfundur foreldrafélagsins og kynning á vetrarstarfinu - 8.9.2017

Aðafundur foreldrafélagsins veður haldin þann 26.september n.k..kl. 17.00. Þegar foreldrafélagið hefur lokið sínum fundi tekur við kynning á vetrarstarfi leikskólans og mundu starfsmenn deilda sá um þá kynningu. 

Munið að taka daginn frá því ekkert er mikilvægara en samstarf heimilis og skóla.

Skóladagatal 2017-2018 - 23.8.2017

Nú er búið að gefa út skóladagatalið fyrir veturinn 2017-2018 og má finna það undir skóladagatal á heimasíðunni. Einnig má sá dagatalið hér: Skoladagatal-2017-2018


Lesa meira

Skipulagsdagar 2017-2018 - 16.8.2017

Leikskólanefnd hefur samþykkt umsókn starfsmanna Kópahvols um að færa skipulagsdaginn 21.ágúst til 18.maí 2018 en þá er fyrirhuguð námsferð starfsmanna. Foreldraráð leikskólans hefur einnig gefið samþykki sitt. Ferðin verður auglýst nánar síðar.

 

Aðrir skipulagsdagar eru:

6. október 2017

2. janúar 2018

13. mars 2018

19. og 22. maí 2018