Sími 441 6500

Fréttir

Strákurinn sem týndi jólunum - 7.12.2017

Foreldrafélag Kópahvols bauð börnum og starfsfólki upp á leiksýninguna Strákurinn sem týndi jólunum. Þetta var skemmtileg sýning og allir skemmtu sér vel. Boðskapurinn var um að fjöldi jólagjafa skiptir ekki máli heldur hugurinn sem fylgir hverri gjöf


Nú er gaman - 17.11.2017

Þessa vikuna hafa allir skemmt sér vel í snjónum, notað brekkuna til að renna sér í og búið til snjóbolta.Jól í skókassa - 13.11.2017

Börnin á Ugludeild og Krummadeild tóku þátt í verkefninu „Jól í skókassa“  sem er alþjóðlegt verkefni á vegum KFUM og KFUK sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa, skókassarnir eru síðan sendir til Úkraínu. Foreldrafélagið greiðir fyrir sendingu kassanna og því má segja að þetta frábæra verkefni sé samvinna barna, foreldra og kennara.

       

 
 
 


Bleikur dagur og Alþjóðavika - 23.10.2017

Haldið var upp á bleika daginn þann 13. október og var mjög góð þáttaka bæði hjá börnum og starfsfólki á Kópahvoli. Í síðustu viku var Alþjóðavika í leikskólanum og unnu deildarnar að hinum ýmsu verkefnum tengt vikunni. Vikan endaði síðan á allsherjar veislu inn á öllum deildum þar sem börnin höfðu komið með ýmislegt góðgæti.