Sími 441 6500

Fréttir

Velkomin úr sumarfrí og aðlögun - 15.8.2018

Nú erum við komin úr sumarfríi og hlökkum til næsta skólaárs. Aðlögun er hafin inn á Lóu- og Spóadeild og hefst á Uglu- og Krummadeild þann 20.ágúst. 

Sumarhátíð og útistöðvar - 18.6.2018

Nú eru komnar myndir á heimasíðuna frá vel lukkaðri sumarhátíð og frá útistöðvunum sem eru á hverjum miðvikudegi. Hægt er að skoða myndir frá öllum börnum inn á Ugludeild.
  

Viðhald á Krummadeild og Spóadeild - 13.6.2018

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að nú standa yfir viðgerðir á Krummadeild, skipta á um einangrun og klæðningu utanhúss ásamt því að skipt verður um glugga og hurð við inngang. Einnig er verið að mála fremra herbergi á Spóadeild. Þökkum við ykkur fyrir að sýna þessu biðlund en við verðum að sjálfsögðu afskaplega glöð þegar þessum viðgerðum líkur. 

Krakkar úr vinnuskólanum og nýr starfsmaður - 13.6.2018

Nú hafa krakkarnir úr vinnuskólanum hafið störf hjá okkur. Markús er á Ugludeild, Elís Björn á Spóadeild og þau Kamila og Gunnar Heimir eru á Krummadeild. Vonum við að þau njóti þess að vera með okkur í sumar og læri hvernig er að vinna í leikskóla, hver veit nema eitthvert þeirra gangi í okkar raðir í framtíðinni. Einnig hefur Sólveig hafið störf á Lóudeild. Bjóðum við þau velkomin til starfa.