Sími 441 6500

Fréttir

Dagur eineltis

5.11.2014

Alþjóðlegur dagur eineltis er nk. föstudag 7. nóvember. Í tilefni dagsins munum við taka þátt í sameiginlegri vinagöngu gegn einelti ásamt leikskólunum í hverfinu og Álfhólsskóla. Það eru tveir elstu árgangar (2009 og 2010) leikskólans sem taka þátt í göngunni ásamt kennurum sínum.

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur í fjórða sinn föstudaginn 7. nóvember til að skólar geti nýtt virkan skóladag til að huga að þessu mikilvæga málefni.Stjórnvöld hvetja skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að nýta 7. nóvember næstkomandi til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og beina athyglinni að því að koma í veg fyrir og uppræta það þjóðarböl sem einelti er.
Markmið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er.