Sími 441 6500

Fréttir

Afmælishátíð 11. maí 2015

4.5.2015

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Mánudaginn 11.maí nk. verður leikskólinn okkar 45 ára. Í tilefni afmælisins ætlum við að halda afmælisveislu og bjóðum við foreldum hér með í afmælið kl. 14:00
Hátíðin byrjar með skrúðgöngu stundvíslega kl.14.00. Gengið verður í  kringum Víghólinn með undirleik nemenda frá Skólahljómsveit Kópavogs:
Síðan kemur Sirkus Íslands og sýnir okkur listir sínar. Börnin syngja og síðan verður boðið upp á afmælistertu.
Vonandi komast allir foreldrar til að fagna með okkur afmæli leikskólans. Við óskum eftir góðu veðri þennan dag.
Í tilefni afmælis Kópavogs sem verður 60 ára þennan sama dag. Í tilefni þess verður sýning á verkum barna í öllum leikskólum Kópavogs á Hálsatorgi.
Einnig verður myndlist eftir börnin okkar sýnd á Smáratorgi, Reynirbakara og Bónus á Smiðjuvegi frá 9 apríl.

sumarhatid-2012-023