Sími 441 6500

Fréttir

Könnunarleikur

14.10.2015

Með könnunarleik fær barnið tækifæri til að skoða hluti og tengja þá sínum reynsluheimi.  Einn lykill getur gefið barni tækifæri til að fara í bíltúr eða flugferð og ferðast um heiminn. 

Leikefnið sem boðið er upp á er margvíslegt og er það geymt í pokum eða aðgengilegum körfum / boxum, t.d. keðjur af ýmsum stærðum, lyklar, bein, öskjur úr pappa og áli, áldollur og  plastdósir af ýmsum stærðum, hólkar úr pappa og plasti, bönd, steinar, keilur, bréfpokar, tappar af ýmsum stærðum, tvinnakefli, skeljar, badmintonkúlur og margt fleira.

Leikurinn stendur í um það bil 30 mínútur.  Tiltekt í lok tímans er einn þáttur leiksins, þar sem hinn fullorðni er með, spjallar við börnin og fær þau til að safna saman leikefninu og flokka í poka eða körfur.  Börnin tengja saman orð og hluti og æfa hugtakaskilning sinn.