Aðlögun er sá tími þegar barnið kynnist starfsmönnum, börnum og húsakynnum leikskólans. Með góðum aðlögunartíma aukast tengsl milli foreldra og starfsmanna og grunnur lagður að áframhaldandi foreldrasamstarfi. 

Markmið aðlögunar er að létta börnum aðskilnað við foreldra sína og aðlagast leikskólanum. Með þátttökuaðlögun gefst foreldrum gott tækifæri til að upplifa starf leikskólans af eigin raun og í leiðinni skapa traust milli heimilis og skóla.

Aðlögun er ekki einungis fyrir barnið, heldur einnig tækifæri fyrir foreldra til að kynnast starfsmönnum leikskólans, starfinu og öðrum foreldrum. Við vonumst til að foreldrar njóti þess að vera með okkur í leik og starfi á aðlögunartíma barnsins.

Áætlun aðlögunar er sem hér segir:

Dagur 1. Dvalartími frá kl. 9:00 - 12:00

Barn og foreldrar eru saman í leikskólanum allan tímann og fara heim eftir hádegismat.

Dagur 2. Dvlartími frá kl. 9:00 - 12:00

Barn og foreldrar eru saman í leikskólanum allan tímann og fara heim eftir hádegismat.

Dagur 3. Dvalartími frá kl. 9:00 fram yfir hvíld

Barnið tekur þátt í leik og starfi, borðar morgunmat, fer í hvíld og er sótt þegar það vaknar. Forldri er með barninu fyrst um sinn og kveður svo.

Dagur 4. Dvalartími er vistunartími barnsins

Mælst er með að hafa barn ekki lengur en til kl. 15:00 í leikskólanum þennan dag.

Foreldri tekur þátt í öllu starfi leikskólans á meðan á þátttökuaðlögun stendur. Þessi áætlun er til viðmiðunar, það er misjafnt eftir einstaklingum hvernig aðlögun gengur og þurfa sum börn á lengri aðlögunartíma að halda.