Sími 441 6500

Forsíðumynd 5

mynd nr. 2

Mynd nr 1

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Öskudagur  - 14.2.2018

Á öskudag er alltaf skemmtilegt í leikskólanum og dagurinn í dag var þar enginn undantekning, kötturinn sleginn út tunnunni og var það gert svo hraustlega að innihaldið, sem var snakk og popp, féll niður áður en allir náðu að slá. 
Börnin á Lóudeild ákváðu að vera sér að þessu sinni þar sem oft færist fjör í leikinn á slíkum skemmtunum og margar sérkennilegar verur á ferðinni og því gott að vera ekki á ferli.

Dagur leikskólans - 6.2.2018

Dagur leikskólans er þann 6. febrúar ár hvert og er nú haldinn hátíðlegur í 11. sinn í leikskólum landsins. Þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Kópahvoll hélt upp á daginn með því að fara í ratleik um leikskólann með vasaljós. Morgunin var síðan nýttur í leik með vasaljósin í myrkrinu, settur var upp myndvarpi í sal skólans þar sem hægt var að leika með ljós og skugga. Boðið var upp á kleinur og mjólk í morgunhressingu í tilefni dagsins. Börn og kennarar komu svo saman í sal skólans og sungu nokkur vel valin lög saman. 


 
   
   

   
       
       

Stærðfræði- og tannverndarvika - 29.1.2018

Þessa viku er stærðfræðivika, börn og kennara vinna markvist með tölur og form, spila stærðfræði spil auk margvíslegra verkefni sem tengjast stærðfræði.


Í tilefni af tannverndarviku fengum við gefna tannbusta og tannkremstúpu fyrir öll börn í leikskólanum, systkini sem nota barnatannbusta fá einnig tannbusta senda heim.

Bóndadagur og flæði - 19.1.2018

Til hamingju með daginn feður, afar, bræður og frændur. Það var okkur sönn ánægja að fá ykkur í heimsókn í morgunsárið. Takk fyrir komuna.


Þegar gestirnir voru farnir var farið í flæði. Í hádeginu var boðið upp á grjónagraut, slátur, sviðasultu harðfisk og flatbrauð með hangikjöti.

     
     

Jólamánuður í Kópahvoli - 20.12.2017

Kæru foreldrar og forráðamenn, við óskum ykkur og börnum gleðilegra jóla og þökkum ykkur fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og vonum að þið eigið gleðilega jólahátíð. Lífið í leikskólanum í desember er alltaf viðburðarríkt og mikið um að vera. Farið var í heimsókn í Digraneskirkju og samvera með foreldrum í framhaldi af því, þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur sem börnin bökuðu. Nokkrir hópar litu við í Bókasafni Kópavogs og fræddust um jólaköttinn, foreldrafélagið bauð upp á jólasýningu í leikskólanum og haldið var jólaball og ekki má gleyma að matráðar buðu upp á alvöru jólamat, hamborgarahrygg með kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og sósu. Börnin hafa einnig verið upptekin við að búa til jólagjafir til foreldra sem auðvitað er það dýrmætasta sem leynist undir jólatrénu þetta árið. Nokkarar myndir eru komnar á heimasíðuna og má sjá myndir af sameiginlegum viðburðum inn á flestum deildarlinkum. 
Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.