Sími 441 6500

Forsíðumynd 5

mynd nr. 2

Mynd nr 1

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Velkomin úr sumarfrí og aðlögun - 15.8.2018

Nú erum við komin úr sumarfríi og hlökkum til næsta skólaárs. Aðlögun er hafin inn á Lóu- og Spóadeild og hefst á Uglu- og Krummadeild þann 20.ágúst. 

Sumarhátíð og útistöðvar - 18.6.2018

Nú eru komnar myndir á heimasíðuna frá vel lukkaðri sumarhátíð og frá útistöðvunum sem eru á hverjum miðvikudegi. Hægt er að skoða myndir frá öllum börnum inn á Ugludeild.
  

Viðhald á Krummadeild og Spóadeild - 13.6.2018

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að nú standa yfir viðgerðir á Krummadeild, skipta á um einangrun og klæðningu utanhúss ásamt því að skipt verður um glugga og hurð við inngang. Einnig er verið að mála fremra herbergi á Spóadeild. Þökkum við ykkur fyrir að sýna þessu biðlund en við verðum að sjálfsögðu afskaplega glöð þegar þessum viðgerðum líkur. 

Krakkar úr vinnuskólanum og nýr starfsmaður - 13.6.2018

Nú hafa krakkarnir úr vinnuskólanum hafið störf hjá okkur. Markús er á Ugludeild, Elís Björn á Spóadeild og þau Kamila og Gunnar Heimir eru á Krummadeild. Vonum við að þau njóti þess að vera með okkur í sumar og læri hvernig er að vinna í leikskóla, hver veit nema eitthvert þeirra gangi í okkar raðir í framtíðinni. Einnig hefur Sólveig hafið störf á Lóudeild. Bjóðum við þau velkomin til starfa.

Sumarhátíð og sumarfrí - 13.6.2018

Föstudaginn 15. júní verður sumarhátíð í leikskólanum Kópahvoli, foreldrafélagið í samstarfi við leikskólann heldur hátíðina. Leikhópurinn Lotta verður með sýningu úti í garði sem hefst kl: 14:30, börn eru sótt inn á sýnar deildar af foreldrum. Hoppukastali verður á staðnum sem og sápukúlur, krítar og fleira skemmtilegt. Boðið verður upp á kleinur, safa og kaffi.

Hlökkum til að sjá alla í sumarskapi

 Next Friday 15th of june is the sumer festival in Kópahvoll. The theater group leikhópurinn Lotta is having a show in the garden that starts at 14:30. Parents are asked to pick up there kids indoors. There wil be kleinur, juice and coffe.

 Minnum einnig á sumarlokunina, lokum miðvikudaginn 11. júlí kl. 13:00 og opnum aftur fimmtudaginn 9.ágúst kl. 13:00

Fréttasafn


Atburðir framundan

Alþjóðavika 15.10.2018 - 19.10.2018

Dagana 15 - 19 október er alþjóðavika í leikskólanum þá kynnum við okkur mismunandi menningarheima

 

Bangsadagur 26.10.2018

Bangsadagur er haldin í tilefni af alþjólega bangsadeginum sem fellur ár hvert á fæðingardag 

Theodore „Teddy“ Roosevelt

fyrrverandi Bandaríkjaforseta og er hann haldinn hátíðlegur víða um heim.

Þá mega börnin koma með bangsa í leikskólann. 
 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica