Verkefni elstu barnanna

Börnin á Krummadeild skiptast á að vera öryggisverðir í vetur í hlutverki Loga og Glóð þar sem þau fara um skólahúsnæðið ásamt kennara, með gátlista og skoða meðal annars hvort slökkvitæki séu yfirfarin og hvort ljós logi á skiltum sem sýna neyðarútgönguleiðir. Einnig fá þau að hafa áhrif á matseðilinn með því að skiptast á að velja í matinn einu sinni í mánuði.