Einkunnarorð leikskólans eru:
Gleði, samkennd, frelsi og hugrekki.
Leikskólinn Kópahvoll starfar eftir hugmyndafræðinni uppeldi til ábyrgðar. Fræðin byggjast á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar og siðferðislegar ákvarðanir varðandi eigin hegðun. Markmiðið er að styrkja einstaklinginn í að vera sá sem hann vill vera með hliðsjón af eigin sannfæringu frekar en að stjórnast út frá geðþótta annarra. Einnig að kenna börnum ábyrga hegðun og sjálfstjórn með því að gefa þeim tækifæri til að leiðrétta mistök sín og kenna þeim að uppfylla þarfir sínar á jákvæðan hátt. Diana Gossen er upphafsmaður fræðanna og skilgreinir hún uppbyggingu á þennan hátt: „Að skapa skilyrði til að barnið geti lagfært mistök sín, snúið aftur til hópsins og vaxið við hverja raun“. Einkunnarorð leikskólans tengjast hugmyndafræði Uppbygging sjálfaga - uppeldi til ábyrgðar.