Leikskólinn Kópahvoll

Leikskólinn Kópahvoll er við Bjarnhólastíg 26 og stendur á hæð rétt við Víghólinn, sem er friðað svæði. Leikskólinn Kópahvoll var opnaður 11.maí 1970 og var hann fyrsti leikskólinn sem byggður er sem slíkur í Kópavogi. Byggð var ný álma við leikskólann 1993 síðan var safnaðarheimili Digranessóknar breytt í leikskóladeild 1995. Í dag dvelja 74 börn í Kópahvoli og eru fjórar deildir við skólann. Á skólaárinu 2022 - 2023 eru einungis þrír árgangar í leikskólanum og skiptast þau sem hér segir:

  • Krummadeild, þar dvelja fjögurra til fimm ára börn
  • Ugludeild, þar dvelja yngstu börnin
  • Spóadeild, þar dvelja fjögurra til fimm ára börn
  • Lóudeild, þar dvelja þriggja til fjörurra ára börn

Markmiðið er að hafa aldurs hreinardeildar en það getur breyst þar sem árgangar eru mismunandi.

https://vimeo.com/343263568

Einkunnarorð skólans eru: Gleði, samkennd, frelsi og hugrekki