Sími 441 6500

Matseðill

Matseðlar

Nú höfum við í Kópahvoli tekið upp 8.vikna matseðla þar sem við fylgjum næringarstefnu leikskólum Kópavogs. 
29. - 2. nóvember  Vika 1
5. - 9. nóvember   Vika 2
12. - 16. nóvemeber Vika 3
19. - 23. nóvember  Vika 4
26. - 30. nóvember Vika  5
3. - 7. desember   Vika 6
10. - 14. desember  Vika 7
17. - 21. desember Vika 8


Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða líðan. Leikskólar Kópavogs leggja því ríka áherslu á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fylgja faglega viðurkenndum ráðleggingum um næringu barna. Þar sem næringarefnin koma úr mörgum tegundum matvæla er lögð áhersla á fjölbreytni í fæðuvali. Ferskleiki matvæla er tryggður og maturinn eldaður frá grunni. Með fjölbreytni að leiðarljósi er þess sérstaklega gætt að börnin fái öll næringarefni og að maturinn uppfylli dagleg næringarviðmið (NV). Mikilvægt er að hjálpa börnunum að temja sér heilbrigðar matarvenjur til framtíðar. Kópavogsbær er í samstarfi við Samtök Heilsuleikskóla sem hafa næringarstefnu sem byggir á Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Næringarstefnunni fylgja átta vikna matseðlar sem byggja á opinberum ráðlegginum um næringu barna og unnir hafa verið af næringarfræðingi og lýðheilsufræðing. www.skolar.is. Næringarstefna samtaka heilsuleikskóla sjá hér.

Megináhersla er lögð á að:

  • borða hollan, fjölbreyttan, næringarríkan og rétt samsettan mat
  • auka grænmetis- og ávaxtaneyslu  
  • efla heilsulæsi og þekkingu barnanna varðandi hollustu og óhollustu matar
  • stuðla að heilbrigðum matarvenjum barnanna til framtíðar
ATH. Einhverjar breytingar geta orðið á meðan verið er að aðlaga matseðlana að okkar leikskóla og biðjum við ykkur um að sýna biðlund ef svo verður. ***Yngri en 2ja ára  Þetta vefsvæði byggir á Eplica