Réttindaskóli UNICEF

Efnt var til hátíðlegrar athafnar í Salnum föstudaginn 18. nóvember. Þar tóku börnin í elsta árgangi leikskólans við viðurkenningu fyrir hönd Kópahvols, fyrir að vera einn af fimm fyrstu leikskólum landins (og ekki bara landisins, heldur í ÖLLUM HEIMINUM) til að gerast réttindaskóli UNICEF. Þessum skemmtilega áfanga var fagnað með vöfflukaffi í leikskólanum.