Sumarlokun 2023

Tillaga að sumarlokun leikskóla Kópavogs fyrir sumarið 2023 lagt fyrir til samþykktar. Leikskólanefnd leggur til að eftirleiðis verði sumarlokun leikskóla fjórar vikur, frá hádegi á þriðjudegi í annarri viku júlímánaðar, til hádegis á fimmtudegi í annarri viku ágústmánaðar. Fyrir skólaárið 2023 er sumarlokun frá kl. 13.00, þriðjudaginn 11. júlí og til kl. 13.00, fimmtudaginn 10. ágúst. Þetta eykur fyrirsjáanleika fyrir fjölskyldur og starfsfólk leikskóla. Foreldrar geta gengið að því vísu hvert upphaf og lok skólaárs er. Þessi tími sumarsins hefur undanfarin ár ávallt orðið fyrir valinu í könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskóla.