Endurmenntunarferð starfsmanna

Kæru foreldrar
Eins og fram hefur komið þá fara starfsmenn í endurmenntunarferð til Vínarborgar á miðvikudaginn. Við þökkum ykkur foreldrum fyrir stuðninginn sem þið hafið sýnt okkur við undirbúning þessarar ferðar. Í Vínarborg ætlum við að heimsækja leikskóla og skoða söfn, barna safn og tækni safn þar sem við vonumst til að fá fullt af hugmyndum fyrir leikskólastarfið.