Afmæli Kópahvols og Kópavogsbæjar 11.maí.

Í ár ætlum við að gera breytingu á afmælisdegi leikskólans 11. maí. Í stað þess að hafa opið hús fyrir foreldra og aðra gesti eins og við höfum ætíð gert, ætlum við að færa opið hús fram að sumarhátíð.
Börn og kennarar hafa tengt undirbúningi dagsins UNICEF verkefni, farið hefur fram kosning á því hvað börnin vilja í hádegis mat og síðdegis hressingu þann 11.maí. Valið stóð á milli pyslu, pizzu eða pítu í hádegismat og á milli kleinu og súkkulaðiköku í síðdegishressingu og að sjálfsögðu fá þau ávaxtabita með. Pylsan vann kosninguna og súkkulaðikakan síðdegishressingu :)