Alþjóðavika 2 - 6 október 2023
Kæru foreldrar
Á heimasíðu Kópahvols er hægt að velja ensku og pólska þýðingu Heimasíða Kópahvols
On the Kópahvoll website, you can choose an English and Polish translation Heimasíða Kópahvols
Nú er alþjóðavika framundan. Við ætlum að halda upp á afmæli Josíasar Kevin sem býr í SOS þorpi í Paragvæ þann 5. október. Hjördís frá SOS á Íslandi ætlar að koma til okkar fyrir hádegi þennan dag og fræða börn fædd 2018 um mikilvægi SOS þorpanna. Í síðdegishressingunni ætlum við að baka vöfflur í tilefni dagsins. Okkur langar til að hvetja foreldra og börn til að styrkja þetta verkefni. Það eru baukar á hverri deild og höfum við verið svo heppin að hluti af árgjaldinu hefur safnast í gegnum þá. Við erum einnig með bankareikning sem tilheyrir þessu verkefni. Ef þið hafið tök á að leggja eitthvað inn á hann þá látum við reikninsnúmerið á SOS reikningnum okkar fylgja, margt smátt gerir eitt stórt. Það má gjarnan leyfa börnunum að setja í baukana því þetta er verkefni okkar allra og börnin hafa farið með kennurum í bankann til að leggja inn það sem safnast saman þar.
Einnig langar okkur að bjóða ykkur foreldrum að taka þátt í alþjóðaviku því blásið verður til hátíðar föstudaginn 6. október með því að leyfa börnunum að koma með í leikskólann eitthvað tengt sinni menningu og heimalandi, hvort sem það er fáni, myndir frá heimalandinu, þjóðbúning eða eitthvað með síðdegishressingunni þennan dag (bara gæta þess að það innihaldi ekki ofnæmisvalda ss hnetur og láta vita ef varan inniheldur mjólkurafurð) eða bara hvað eina sem börnin tengja við sína menningu. Munum að við eigum mismunandi menningu þó við séum frá sama landi.