Útskrift nemenda 2025
Fríður og föngulegur hópur útskrifaðist í vikunni, börnin unnu sjálf að útskriftarhátíðinni, bjuggu til útskriftarvegg fyrir myndartöku, tíndu blóm til að skreyta með, ákváðu að hafa blöðrur og hvað skyldi bjóða gestum uppá en þar mátti meðal annars finna ís, ávexti og súkkulæðiköku.