Sumarhátíð, afmælishátíð og Réttindaskóli UNICEF
Elstu börnin fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í UNICEF verkefnum sl ár, öll börn tóku þátt í að velja í matinn þennan dag og varð pizza fyrir valinu, ásamt súkkulaðiköku, kleinum og hollustubita í nónhressingu. Börnin fengu andlitsmálningu og garðurinn skreyttur. Foreldrafélagið bauð upp á hoppukastala og Lalla töframann sem heldur betur sló í gegn.