Óskum börnum og foreldrum gleðilega páska

Kæru börn og foreldrar.
Þar sem sum ykkar hafa ekki komið í leikskólann í lengri eða skemmri tíma langar okkur til að senda kveðju um gleðilega páska og vonum við að þið hafið það sem allra best við þessar sérstöku aðstæður sem nú eru. Leikskólalífið heldur áfram og reynum við að gera okkar besta til að halda uppi eðlilegu leikskólastarfi. Sjáumst vonandi hress og kát að loknu páskafrí.