Hann á afmæli í dag.....

Haldið var upp á 50 ára afmælið með pomp og prakt. Börnin sungu fyrir okkur, söng- og skemmtihópurinn Tónafljóð skemmti með Disney syrpu og boðið var upp á smákökur sem börnin bökuðu og að sjálfsögðu var boðið upp á afmælisköku. Gamlar myndir voru til sýnis sem núverandi og fyrrverandi starfsmenn höfðu gaman af að skoða og rifja upp góðar stundir. Einng voru gamlar bækur dregnar fram sem sennilega komast ekki gegnum ritskoðun í dag :) en svona voru þeir tímar. Margir komu og samglöddust okkur á þessum tímamótum og færðu okkur gjafir. Takk fyrir okkur. 

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn