Aðlögun og nýir starfsmenn

Nú þegar sunarfríinu er lokið má sjá að börnin eru glöð að koma aftur í leikskólann. Aðlögun er að hefjast og ný börn að bætast á allar deildir. Nýir starfsmenn eru fjórir, Hlín var að byrja á Spóadeild, Tinna Sif á Ugludeild og Arndís Snjólaug á Lóudeild. Einnig er hún Sunna Dís komin til okkar aftur en hún mun sjá um hreyfingu með börnunum í vetur.