Dagur barnasáttmálans

Í dag er dagur mannréttinda barna og af því tilefni var opnaður nýr vefur https://www.barnasattmali.is/ þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er settur fram á skýran og aðgengilegan hátt fyrir börn. Að vefnum standa félagasamtökin Barnaheill ¿ Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi í samstarfi við umboðsmann barna og Menntamálastofnun.

Á vefnum er Barnasáttmálinn birtur í heild en einnig á auðlesnu skriflegu máli ætlað börnum. Sáttmálinn táknmálstúlkaður auk þess sem hægt er að hlusta á hann með hjálp vefþulu.