Sími 441 6500

Spóadeild

Fyrirsagnalisti

Fréttir 10. mars 2017 - 10.3.2017

Sæl öll

 

Þessa vikuna erum við búin að vera í hópavinnu að búa til sjálfsmyndir auk þess vorum við í leikfimi á mánudaginn.

Farið var í gönguferðir með eldri hópana og var það mjög skemmtilegt strákahópurinn (2013 börn) hittu kisu og sáu öskubílinn að störfum og við þurftum að vanda okkur mikið því það var ekki búið að moka gangstéttirnar, þess vegna þurftum við að ganga úti á götu, hérna á Bjarnhólastíg og Víhólastígnum. Sem betur fer var engin umferð en gaman að sjá hvað þeir pössuðu sig vel og héldu hópinn.

Stelpuhópurinn (2013 börn) fór uppí holt þar sem þær kíktu á leynistaðinn og rólóinn auk þess tíndu þær rusl sem þær fundu og fóru með í ruslatunnu. Gaman að kenna þeim að ruslið hverfur ekki þó við hendum því út og það skiptir máli að tína upp ruslið fyrir umhverfið okkar.

 

Foreldraviðtölin hafa gengið mjög vel og fer þeim að ljúka í næstu viku.

 

Það voru settar inn myndir frá öskudeginum og fleiru 2. mars

En núna er smá bilun í kerfinu þannig að fleiri myndir koma eftir helgi eða eins fljótt og við getum.

 

Kær kveðja og góða helgi Björk

 

Fréttir 9. febrúar - 9.2.2017

Sæl Öll

 

Þetta er búin að vera mjög skemmtileg vika hjá okkur, hún byrjaði með degi leikskólans þar sem við fórum í vasaljósagöngu

Og leituðum af mynd af Spóa og gengum um skóginn og að eldstæðinu þar var búið að kveikja upp og við sungum nokkur lög fengum kex og nutum þess að hlýja okkur við eldinn þetta var mjög gaman.

Ólafur Orri fagnaði líka 3 ára afmælinu sínu á mánudaginn og óskum við honum og foreldrum til hamingju með daginn.

Við erum búin að vera að mála og föndra auk þess fengum við nýja kubba sem eru segulkubbar og eru þeir mjög vinsælir.

Við höfum líka verið að spila mikið og það finnst öllum gaman og er mjög þroskandi fyrir þau og gaman að sjá hvað þau taka miklum framförum.

 

Það koma fullt af myndum inná heimasíðuna

 

Kær kveðja Björk

fréttir 2.febrúar 2017 - 3.2.2017

Sæl Öll

 

Þessa vikuna hefur verið stærðfræðivika og við höfum verið að læra um form, og tölur við höfum spilað mikið og verið að telja auk þess sem sumir voru að æfa sig að klippa form.

 

Ég vill minna ykkur á dag Leikskólans en hann er á mánudaginn þá ætla ég að byðja ykkur að senda börnin með vasaljós í leikskólann við komum til með að fara í vasaljósagöngu uppí holt og leita að Spóanum okkar eftir það verður kveikt uppí eldstæðinu og sungið við eldinn þetta vona að þetta verði skemmtilegur dagur.

 

Sumir voru að byðja um söngtexta og ég sendi textana sem við erum að æfa þessa vikuna í viðhengi og kem síðan til með að senda fleiri en mér langar að benda ykkur á krakkarúv og set hér link þá getið þið æft ykkur og börnin í að syngja

 

http://www.krakkaruv.is/thattur/med-notunum

 

Fréttir - 26.1.2017

Sæl öll og gleðilegt ár

 

Þessa vikuna erum við búin að vera í hópavinnu íþróttum og útiveru

Dagur átti afmæli í gær og varð 3 ára við héldum uppá það með söng og leik auk þess sem hann fékk að velja matardisk.

Í næstu viku verður stærðfræðivika þá munum við leggja áherslu á tölur og form og læra ný lög með tölum.

Við vorum að setja inn myndir á heimasíðuna

Kær kveðja Björk

8. desember 2016 - 8.12.2016

Sæl öll

 

Við erum á fullu að undirbúa jólin hérna á spóadeild börnin búin að útbúa jólagjafir og jólaskraut, auk þess að vera að æfa jólalögin.

En við reyndum líka að hafa ekki mikið stress vera í róglegheitum að lesa bækur og njóta.

 

Það eru komnar inn flullt af myndum frá bókarafhendinunni, piparkökubakstri, gönguferðum, leikritinu og kirkjuferðinni.

 

Eins og þið vitið er notendanafnið kopahvoll og lykilorðið Kopahvoll2016

 

Að lokum minni ég alla á jólakakóið kl 14:30 í dag hlakka til að sjá ykkur öll

 

Kær kveðja Björk

Fréttir 25. nóv  - 25.11.2016

Sæl öll

 

Núna fer lestrarátakinu að ljúka með því að öll börnin fá bók að gjöf í söngstundinni á morgun, þetta er búið að vera mjög skemmtilegar vikur við fengum nemendur úr Álfhólsskóla til að lesa fyrir börnin á degi Íslenskra tungu og var það úti á tröppum.  Auk þess erum við með bókasafnsbækurnar og orminn góða

 

Við setjum inn myndir á morgun frá því og fleiru sem við höfum verið að gera

 

Á mánudaginn  ætlum við að baka piparkökur síðan fáum leikrit föstudaginn 2. Des

 

Ég vil minna ykkur á að sækja börnin á réttum tíma það er orðið mjög algengt að stelpurnar sem vinna með mér þurfa að vera lengur vegna þess að einhver er sóttur of seint öll börn og starfsmenn eiga að vera farin kl 16:30

Auk þess verð ég að byðja ykkur um senda börnin ekki með nesti í leikskólann þau geta fengið morgunmat og þegar sumir koma með nesti veldur það leiðindum hjá hinum börnunum.

Ætla svo að enda tuðið á að minna á  kuldaskó, vettlinga, ullarsokka og klæðnað eftir veðri

 

Kær kveðja Björk

Fréttir 10. nóv - 6.10.2016

Sæl öll

Tvær vinkonur okkar eru hættar hún Helena Ósk er flutt á annan leikskóla og kvaddi okkur 28. Október með kökum eins og sést á myndunum á heimasíðunni við óskum henni góðs gengis á nýja leikskólanum og þökkum fyrir samveruna, Bryndís er líka hætt hún ákvað að fara að vinna við annað og þökkum við henni fyrir vel unnin störf og vonum bara að hún komi aftur.

En á þriðjudaginn fengum við góða heimsókn það var vináttu bangsinn hann Blær sem kemur frá Ástralíu en hann hafði fengið hjálp frá Björgunarsveitinni til að leita að litlu böngsunum sem börnin svo fengu. Það eiga sem sagt öll börn á Kópahvoli vináttubangsa sem er geymdur í leikskólanum og kennir okkur að vera góð við hvert annað og hugga þá sem líður ekki vel börnin voru mjög glöð að fá bangsana og eru að nota þá mikið. Það eru líka myndir frá því á heimasíðunni

Í næstu viku hefst svo lestrarátakið okkar við verðum með bækur frá bókasafninu sem ykkur er velkomið að fá lánaðar og síðan látið þið eða börnin okkur vita hvort það hafi verið lesið fyrir þau og kanski hvaða bók og þá fá þau að setja hring sem þau skreyta í bókaorm sem við búum til í lok átaksins 25. nóvember fá allir viðurkenningu, lestrarátakið er í tengslum við dag íslenskrar tungu.


Kær kveðja Björk


Fréttir frá Spóadeild 22.sept - 22.9.2016

Sæl öll

 

Ég vil byrja á því að þakka fyrir frábæra mætingu á fundinn okkar á fimmtudaginn mjög gaman að sjá ykkur öll.

Þessa vikuna er ein stúlka í aðlögun hún Ísold Ósk og bjóðum við hana velkomna á Spódeild.

Við byrjuðum hópastarfið í tveimur hópum í þessari viku vegna vekinda barnanna voru ekki fleiri hópar sem byrjuðu við vildum að allir í hópnum væru mættir þegar við byrjum þar að leiðandi er margar myndir frá þessum tveimur hópum en færri af hinum síðan verður það bætt upp

En það eru sem sagt komnar inn myndir á heimasíðuna og fleiri á leiðinni í dag vona að þið fylgist með því.

Annars er nóg að gera hjá okkur að sulla í pollunum og leika okkur inni teikna sjálfsmyndir og fleira.

 

Kær kveðja Björk

Alþjóðavika - 30.10.2015

Alþjóðavika hefur verið hjá okkur þessa vikuna. Börnin hér í skólanum eru frá 17 þjóðlöndum og í tilefni af alþjóðavikunni höfum við skreytt veggina með fánum frá löndum barnanna og "góðan daginn" á þeirra tungumáli.

Í dag komu foreldrar með góðgæti frá ýmsum löndum sem við settum á hlaðborð í kaffitímanum. Takk kærlega fyrir.


Slökkviliðið í heimsókn - 15.10.2015

Í dag fékk Regnbogahópur slökkviliðsmenn í heimsókn. Börnin fengu að fara inn í sjúkrabílinn og svo fengu þau fræðslu um brunavarnir. Börnunum fannst einnig afar spennandi að sjá slökkviliðsmann fara í búninginn.

Dagur íslenskrar náttúru - 16.9.2015

Í tilefni dagsins fórum við börn og starfsfólk á Spóadeild í gönguferð. Áfangastaðurinn var rólóvöllur við Bjarnhólastíg og eins og sjá má á myndunum nutu börnin sín vel í góða veðrinu.

Heimsókn í Þjóðleikhúsið - 11.9.2015

Þjóðleikhúsið bauð elstu börnunum að koma í heimsókn í Kúluna og hlusta á söguna Brúðukistan. Börnin og kennarar skemmtu sér konunglega, en þetta var mikið ferðalag og margir strætisvagnar. Börnunum þótti það að vísu ekki verra.

Skemmtileg gönguferð - 29.6.2015

Við fórum í langa gönguferð í dag. Gengum sem leið lá niður að tjörn í Kópavogsdal. Þar sáum við m.a. endur og andarunga sem okkur þótti afar krúttlegir. Við stoppuðum drjúga stund við tjörnina, en gengum síðan upp í Hlíðargarð. Þar borðuðum við nestið okkar, héldum upp á afmælið eins barnsins og lékum okkur í garðinum. Það er alltaf gaman að koma í Hlíðargarð. Hér má sjá myndir frá gönguferðinni.

Grillveisla - 25.6.2015

Við nýttum okkur veðurblíðuna í dag og héldum grillveislu í holtinu okkar. Hér má sjá fleiri myndir.

Þvottur - 24.6.2015

Á miðvikudögum í sumar bjóðum við börnunum upp á ýmsar skemmtilegar stöðvar. Í dag buðum við m.a. upp á þvott á dúkkufötum. Eins og sjá má á myndunum tóku börnin virkan þátt og höfðu gaman af.

Útskrift elstu barnanna og útskriftarferð - 7.6.2015

Á afmælisdegi leikskólans 11. maí útskrifuðum við 17 börn að viðstöddum foreldrum og gestum. Börnin sungu nokkur lög fyrir gesti og síðan fengu þau afhent útskriftarskjal og stjúpu blóm í potti til þess að hugsa um í sumar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar. Sjá myndir hér.
Útskrifarferð elstu barnanna var svo farin til Hvergerðis, þar sem börnin fóru í heimsókn í Kjörís og gönguferð um bæinn og þau borðuðu síðan Pizzu í Ölfusborgum. Ánægjuleg ferð sem var vel heppnuð í alla staði. Sjá myndir hér. 

IMG_4788

Lífið á Spóadeild - 18.3.2015

Við vorum að setja inn í myndaalbúmið okkar fullt af fallegum myndum úr starfinu. M.a. þegar við fórum í holtið og sungum saman og fengum kakó. Það var mjög hugguleg stund. Við létum einnig myndband inn í myndaalbúmið af söngnum. Sjá myndirnar hér.

Öskudagur - 18.2.2015

Það var mikið fjör hjá okkur í dag. Börn og starfsfólk komu í ýmsum búningum og var dansað, sleginn kötturinn úr tunnunni og sungið og leikið sér.  Hér má sjá fleiri myndir.


Þorrablót - 23.1.2015

Við blótuðum þorra í dag. Öll börnin gerðu víkingahatta og borðuðu þorramat með bestu list. Við sungum einnig þorrlög og ræddum um gamla daga.

Heimsókn í Gerðarsafn - 22.1.2015

Börnin á Spóadeild fóru í dag í heimsókn í Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Börnin voru sérstaklega ánægð með heimsóknina, því þau upplifðu sig sem þátttakendur þar sem þau fengu að skapa myndir sem skreyta nú salinn í Gerðarsafni. Takk fyrir frábærar og barnvænar mótttökur. Sjá fleiri myndir hér.

Piparkökubakstur - 24.11.2014

Í dag bökuðum við piparkökur sem við ætlum að bjóða foreldrum að smakka á í desember. Börnin voru sérlega dugleg eins og sjá má. Hér eru fleiri myndir.


Hópastarf - 20.11.2014

Við vorum að setja inn myndir frá hópastarfinu í nóvember.

Gönguferð - 1.10.2014

Í dag fórum við í gönguferð og rannsóknarleiðangur í holtið okkar. Við skoðuðum m.a. aðstöðuna sem er búið að útbúa þar, þannig að það er hægt er að setjast á bekki úr trjádrumbum umhverfis eldstæði. Við enduðum gönguferðina á því að skoða stóra Álfasteininn.  Sjá má fleiri myndir hér.Myndlist á Spóadeild - 21.5.2013

Við tókum nokkrar myndir af listaverkum barnanna þegar við vorum með opið hús í síðustu viku.

Útskrift elstu barnanna - 10.5.2013

Í dag héldum við veglega útskriftarhátíð fyrir elstu börnin okkar. Hvert og eitt barn fékk viðurkenningarskjal og rós með þökk fyrir ánægjulega samveru úr hendi Ingu Láru deildarstjóra. Börnin sungu tvö lög fyrir foreldra og svo var boðið upp á veitingar inni á deild.

Tónleikar í Hörpu - 8.5.2013

Elstu börnunum gafst í dag tækifæri á því að fara á tónleika í Hörpu. Eins og sjá má á myndunum var þetta mikið ævintýri fyrir þau.

Nýjar myndir - 15.3.2013

Við vorum að setja nýjar myndir frá heimsóknum í vetur.

Haustlitaferð - 18.11.2012

Í september fórum við í gönguferð til þess að skoða haustlitina. Við tókum heim með okkur ýmislegt sem við ætlum að vinna með í skapandi starfi síðar.Þetta vefsvæði byggir á Eplica