Sími 441 6500

Ugludeild

Fyrirsagnalisti

Vikupóstur 24.okt 2016 - 24.10.2016

Sælir foreldrar.

Síðasta vika gekk vel og var almenn ánægja með Alþjóðavikuna. Rætt var um ólík lönd, menningu og fána. Einnig var farið í allt sem við á,  í mismunandi löndum/heimsálfum, eigum sameiginlegt þó við séum kannski ólík í útliti hvað varðar hörundslit, augnalit, háralit. Niðurstaðan varð sú að við ættum reyndar allt annað sameiginlegt  og vorum þakklát fyrir að vera öll ólík – svo við gætum þekkt hvert annað í sundur. Börnin sköpuðu sín eigin lönd með eigin þjóðfána. Afraksturinn er á gangaveggnum. Veislan gekk glimrandi og vil ég, fyrir hönd allra barnanna og starfsfólksins, þakka foreldrum fyrir flottar og góðar veitingar. Börnunum fannst það skemmtileg og góð tilbreyting að sitja svona öll saman og borða fjölbreytt lettneskt kex, íslenskar pönnukökur, alþjóðlega eplabáta, víetnamskar  vorrúllur, franska súkkulaðiköku, amerískar muffins, sænska kanelsnúða, og spænskt pylsuálegg(vona að ég hafi ekki gleymt neinu, en þetta var svo mikið). 

Nú erum við komin með nýja myndavél og tókum fullt af myndum í veislunni. Myndirnar eru komnar inn á heimasíðuna okkar. Ef einhver hefur gleymt, þá er notendanafnið: kopahvoll (með litlu k-i)     og lykilorðið: Kopahvoll 2016 (með stóru K-i)

Myndirnar eru í möppu undir nafninu október 2016.

Að lokum þetta: Við vonum að þið feður (eða mæður) sjáið ykkur fært að sækja börnin  kl. 14.15 svo konur þessa leikskóla geti tekið þátt í baráttudagskránni á Austurvelli.

Með kærri kveðju

Soffía  

Vikupóstur 17. október  - 17.10.2016

Sælir foreldrar.

Síðasta vika gekk vel við leik og störf í hópavinnu. Vikan endaði á flæði og bleikum degi – sem hvoru tveggja vakti almenna ánægju.

Þessi vika er Alþjóðavika. Við erum með  átta mismunandi þjóðerni hjá okkur auk þess íslenska og höfum við hengt alla fánana upp á ganginum auk „Góðan dag“ á viðkomandi málum. Þessa viku munum við fjalla um ólík lönd og mismunandi menningu – sem gerir samfélag okkar fjölbreyttara og skemmtilegra.  Á síðasta degi  Alþjóðavikunnar(föstudegi),  höfum við undanfarin ár beðið foreldra að koma með eitthvað á hlaðborð. Það getur verið kaffibrauð frá hinum ýmsu löndum, niðurskornir ávextir eða eitthvað sem þið viljið bera fram. Við höfum síðan gert langborð þar sem öll deildin getur setið saman og gætt sér á veitingunum. Þetta hefur alltaf tekist vel og vakið ánægju barna og starfsfólks. Vil ég því athuga hvort áhugi sé fyrir að halda þessu áfram – tekið skal fram að þetta er EKKI skylda. Látið mig endilega vita hvort þið viljið taka þátt.

Eins og þið hafið kannski séð hefur verið lítið um myndir frá okkur á heimasíðunni. Myndavélin ákvað nefnilega að gefa upp öndina. Við höfum fengið lánaða myndavél til að festa mikilvæga atburði á filmu s.s. afmæli. Úr mun þó rætast í dag þar sem ný vél verður keypt. Munum við því áfram geta tekið myndir af lífi og starfi barnanna.

Óska ykkur góðrar vinnuviku.

Með kveðju frá Ugludeild

Soffía

Fréttir 23.júní 2016 - 23.6.2016

Sæl öll og til hamingju með landsliðið okkar !

 

Þessa vikuna erum við búin að vera í strætóferðum á þriðjudaginn fóru 6 börn og 3 kennarar og í dag fóru önnur 6 börn og 3 kennarar

Þeim finnst mjög spennandi að fara í strætó og sjá fleira en venjulega sum hafa sagt okkur hvar þau eiga heima og önnur mjög ánægð að sjá kennileiti eins og Byko og fleiri góða staði sem þau kannast við sem sagt bara skemmtilegar ferðir og allir njóta sín.

 

Dagur og Sigurður Ísak eru nýju strákarnir okkar og gengur þeim bara vel að aðlagast okkur á Ugludeild mjög gaman að fá þá og við bjóðum þá velkomna.

 

Á miðvikudaginn vorum við með útival og þá buðum við á Ugludeild upp á gönguferð, Lóudeild bauð uppá trambólín, Krummadeild var með ratleik í holtinu og Spóadeild bauð uppá  að mála úti.

 

Í síðustu viku fórum við í  ísferð upp í holt í sólinni allir fengu ís og voru glaðir með það

 

Ég var að setja inn nýjar myndir og hér kemur linkurinn á þær https://www.flickr.com/gp/kopahvoll/Fh9005

 

 

Kær kveðja Björk

Bleikur dagur - 16.10.2015

Það var bleikur dagur hjá okkur í dag.

Könnunarleikur - 14.10.2015

Með könnunarleik fær barnið tækifæri til að skoða hluti og tengja þá sínum reynsluheimi.  Einn lykill getur gefið barni tækifæri til að fara í bíltúr eða flugferð og ferðast um heiminn. 

Leikefnið sem boðið er upp á er margvíslegt og er það geymt í pokum eða aðgengilegum körfum / boxum, t.d. keðjur af ýmsum stærðum, lyklar, bein, öskjur úr pappa og áli, áldollur og  plastdósir af ýmsum stærðum, hólkar úr pappa og plasti, bönd, steinar, keilur, bréfpokar, tappar af ýmsum stærðum, tvinnakefli, skeljar, badmintonkúlur og margt fleira.

Leikurinn stendur í um það bil 30 mínútur.  Tiltekt í lok tímans er einn þáttur leiksins, þar sem hinn fullorðni er með, spjallar við börnin og fær þau til að safna saman leikefninu og flokka í poka eða körfur.  Börnin tengja saman orð og hluti og æfa hugtakaskilning sinn.


Leikur er nám - 7.10.2015

Við höfum alltaf nóg að gera hér á Ugludeildinni. Við tökum alltaf fullt af myndum af börnum og starfsfólki í leik og starfi og setjum inn á myndaalbúmið okkar.


Ljósmyndirnar okkar - 7.6.2015

Við viljum benda ykkur á að við setjum alltaf annað slagið inn ljósmyndir í myndaalbúmið okkar hér.

Gulvika  - 6.11.2014

Við á Ugludeild erum búin að vera með gulaviku þessa vikuna og ætlum að enda hana á því að hafa gulan dag á morgun þá væri gaman ef allir geta komið í einhverju gulu.


Nýjar myndir - 5.2.2014

Við vorum að setja inn nýjar myndir sem við höfum tekið frá því um áramót. Hér má sjá myndirnar.


Desember á Ugludeild - 13.12.2013

Við höfum átt ánægjulegan desember, búin að fást við margskonar viðfangsefni og fengið marga góða gesti. Við fengum Bernd Ogrodnik í heimsókn  með skemmtilega og fallega jólasögu um hana Grýlu, Möguleikhúsið kom í heimsókn með jólaleikritið Hvar er stekkjarstaur?  Við buðum ykkur foreldrum í jólaboð og það var ánægjulegt hversu mörg ykkar mættu. Svo fórum við í heimsókn í Digraneskirkju og hlustuðum á jólasögu og sungum jólalög. Í dag var svo jólaball og góður jólamatur í hádeginu.

Líf og leikur í leikskólanum - 26.10.2013

Við höfum tekið mikið magn mynda í haust og hér í myndaalbúminu okkar má sjá margar þeirra.

Myndir frá daglegu lífi - 18.11.2012

Við vorum að setja inn ljósmyndir frá daglegu lífi í leikskólanum.

Könnunarleikur - 18.11.2012

Börnin voru að leika sér í könnunarleik og við ákváðum að skrá leik þeirra með ljósmyndum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica