Þann 1. mars 2011 voru samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi stofnuð á stofnfundi í Kópavogsskóla við Digranesveg.

Markmið samtakanna er meðal annars að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska, efla fræðslu, stuðla að auknum samskiptium foreldra og skóla og vera vettvangur foreldra til að koma saman.

Sjö manna stjórn SAMLEIK var kjörin á stofnfundinum. Í henni voru: Friðrik Friðriksson, formaður, Áslaug Pálsdóttir, varaformaður, Ríkey Hlín Sævarsdóttir, ritari, Sigrún Ásmundsdóttir, gjaldkerfi, Helena Gunnarsdóttir, Sigurbergur Árnason og Ingibjörg Thors.

Á fundinum var ákveðið að opna fésbókarsíðu, þar sem hægt væri að koma að opinni umræðu um málefni leikskólans í Kópavogi. Jafnframt yrðu þar settar fundargerðir stjórnar, bréfaskipti og aðrar upplýsingar sem varða foreldra leikskólabarna í Kópavogi.

Leitarorðið er SAMLEIK á fésbókinni og hvetjum við alla foreldra til að gerast vinir og deila með sér skoðunum https://www.facebook.com/SAMLEIK/

Með von um gott og árangursríkt samstarf,

Friðrik Friðriksson