Áfallaáætlun og hlutverk áfallateymis

Áfallaáætlun er unnin af áfallateymi undir stjórn leikskólastjóra og er endurskoðuð annað hvert ár og endurmetin eftir hvert áfall. Áfallateymi er skipað leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra, sérkennslustjóra og einum starfsmanni. Hlutverk áfallateymis er að vera starfsfólki leikskólans til aðstoðar við að halda utan um ferlið sem fer í gang við áföll og styðja við starfsmenn og vísa veginn ef áföll verða hjá barni, starfsmanni eða aðstaðendum þeirra. Lögð er áhersla á að öll viðbrögð og áætlanir séu settar fram af nærgætni og festu. Þegar áfall verður í leikskólanum sem tengist barni, fjölskyldu þess, starfsmanni eða fjölskyldu hans með beinum hætti er mikilvægt að öll skilaboð berist strax til leikskólastjóra, staðgengils hans eða áfallateymis. Áfallateymi er bundið trúnaði. 

Áfallaáætlun Kópahvols