Sólblómaleikskóli

Kópahvoll er Sóblómaleikskóli en það þýðir að starfsfólk og börn styrkja barn í barnaþorpi á vegum SOS Barnaþorpa. SOS Barnaþorpin eru barnahjálpasamtök sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. 

Litli drengurinn sem við eru að styðja heitir Kevin Josías og er frá Paragvæ. Markmiðið með þessu verkefni er að börnin fræðist um börn í öðrum löndum ásamt því að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Foreldrum er einnig gefinn kostur á að taka þátt í þessu verkefni m.a. með því að leggja okkur lið við að fjármagna framfærslu Jósíasar. Því eru baukar á hverri deild sem hægt er að setja í pening. Einnig er hægt að leggja inn á sér stakan reikning tengdan verkefninu. 

 

Kevin Josías með spiderman kallinn sem börnin í Kópahvoli sendu honum fyrir jólin 2020 en pakkar og bréf eru lengi að gerast á milli landa á covid tímum.