Okkar leikskóli er verkefni til að virkja þátttöku barna í ákvarðanatöku.
Í Menntastefnu Kópavogs kemur fram að markviss uppbygging þekkingar, hæfni og viðhorf styrkja getu barna til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðisþjóðfélagi. Með ástundun lýðræðis í öllu námi eflist félagshæfni og börn læra að hlusta og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum og móta sínar eigin. Sérstaklega verði hugað að mótun leiða til að hlusta á raddir barna og þau hvött til áhrifa og ábyrgðar um málefni sem varða þeirra eigið líf, nám og mótun samfélagsins.
Markmið og tilgangur verkefnisins "Okkar leikskóli" gengur út að gefa börnum tækifæri til að hafa áhrif á, í hvað við notum ákveðna fjárhæð sem Kópavogur ánafnar hverjum leikskóla eftir fjölda barna í skólanum. Hér má lesa hvernig verkefnið var leyst í ár.