Þann 26. maí 2015 skrifuðu bæjarstjóri Kópavogs, fulltrúi foreldra í Kópavogi og menntamálaráðherra undir þjóðarsáttmála um læsi, þar sem fyrrgreindir aðilar einsetja sér að bæta læsi barna í Kópavogi, efla málþroska þeirra og styrkja getu og leikni í lestri og lesskilningi. Í framhaldi af undirskrift þjóðarsáttmálans var Ásthildur B. Snorradóttir talmeinafræðingur fengin til að leiða verkefnið Snemmtæk íhlutun - mál og læsi.

Áhersla á snemmtæka íhlutun byggir á því að barnið byrjar að öðlast málvitund strax á fyrstu mánuðum lífsins. Sú málörvun sem fram fer heima og í leikskólanum hefur úrslitaráhrif á hversu vel barninu gegnur að læra lesa.

Mál og lestrarhæfni er viðfangsefni allra barna og mikilvægt samfélagslegt verkefni. Snemmtæk íhlutun er forsenda þess að efla börn á fyrstu stigum læsisnáms og koma þannig í veg fyrir námserfiðleika og neikvæða upplifun af skólagöngu.

Hér að neðan er linkur inn á handbókina í heild sinni.

Handbók um snemmtæka íhlutun

Læsisstefna Kópahvols 2018 - 2020. Gert er ráð fyrir að endurmat fari fram reglulega

Læsisstefna Kópahvols