Ný skólanámskrá Kópahvols hefur verið gefin út og er hér birt með fyrirvara þar sem leikskólanefnd hefur ekki gefið út sína umsögn.

Hver leikskóli skal móta sína eigin skólanámskrá sem byggð er á grunni aðalnámskrár og vera aðgengileg öllum þeim sem hafa aðkomu að leikskólanum. Þar skal gera grein fyrir starfssemi leikskólans, þeim markmiðum sem sett eru og þeim leiðum sem farið er til að ná þeim markmiðum. Einnig skal koma fram í skólanámskrá hvernig staðið er að mati sem snýr að skólastarfinu, gildum og hugmyndafræði skólans. Þar að koma fram áherslur og leiðir sem skólinn velur að fara í samskiptum við börn, starfsfólk, foreldra og nærsamfélagið. 

Skólanámskrá Kópahvols 2025

Umsögn foreldraráðs 2025

Aðalnámskrá leikskóla 2011

Aðalnámskrá leikskóla kaflaskipt

Námskrá Kópavogs 1-2 ára barna

Námskrá Kópavogs 3-4 ára barna

Námskrá Kópavogs 5 ára barna